Vegabréfabókun

Velkomin í vegabréfabókun í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn. Vinsamlegast kynnið ykkur verðskrá og ferli afgreiðslunnar inn á heimasíðu sendiráðsins. Athugið sérstaklega að öll gögn séu til staðar þegar um útgáfu fyrir börn er að ræða: https://www.stjornarradid.is/sendiskrifstofur/sendirad-islands-i-kaupmannahofn/thjonusta-vid-islendinga/

Ein bókun er afgreiðsla í eitt vegabréf. Ef fleiri koma saman, vinsamlegast bókið fleiri tíma. 
Vinsamlegast sendið tölvupóst á Copenhagen@utn.is ef þið sjáið ykkur ekki fært að nýta bókaðan tíma. 

Gögn sem tilheyra útgáfu vegabréfa barna skulu vera útprentuð, útfyllt og vottuð við komu. Öllum umsóknum fyrir útgáfu vegabréfa barna þarf að fylgja skjal V-901, einnig þegar báðir foreldrar mæta á umsóknarstað.
https://www.skra.is/.../V-901-samthykki%20forsjarmanna...

Ef annað foreldri eða vottar eru ekki með íslenska kennitölu þarf afrit af skilríkjum að fylgja með umsókn.

Ekki er hægt að bóka tíma í neyðarvegabréf í gegnum bókunarsíðu, í þeim tilfellum þarf alltaf að hafa beint samband við sendiráð. 

Vinsamlegast athugið að ef reitur er blár, er tíminn þegar bókaður. Þeir tímar sem eru lausir eru hvítir að lit. 

Ef mikið liggur á að fá vegabréf í hendurnar vegna ferðalaga og ekki er laus tími á næstunni, er hægt að hafa samband á símatíma sendiráðs í síma 3318-1050.